Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Njarðvík komnar í 8-liða úrslit
Sunnudagur 12. desember 2004 kl. 13:14

Njarðvík komnar í 8-liða úrslit

Njarðvíkurstúlkur eru komnar í 8-liða úrslit Bikarkeppni KKÍ eftir góðan sigur á KR á heimavelli sínum í gær, 78-67.

Gestirnir byrjuðu betur í Ljónagryfjunni og leiddu eftir 1. leikhluta, 16-19, og höfðu fjögurra stiga forskot í hálfleik, 29-33.

Þá komust Njarðvíkingar í gang og jöfnuðu og komust yfir 53-44 fyrir síðasta fjórðung. Nokkuð jafnræði var með liðunum á lokakaflanum en munurinn hélst yfir 10 stig og sigurinn var öruggur.

Jamie Woudstra átti góðan leik og skoraði 19 stig auk þess að vera sterk í fráköstunum og svo var Petrúnella Skúladóttir drjúg í sínum fyrsta leik fyrir Njarðvík.

Tölfræði leiksins

VF-mynd/Jón Björn Ólafsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024