Njarðvík komið í 4-liða úrslit í unglingaflokki
				
				Unglingaflokkurinn í Njarðvík sigraði í gær KR í 8-liða úrslitum í körfubolta 70:85 en staðan í hálfleik var 29:43. Sævar Garðarsson var besti maður Njarðvíkingar með 21 stig og 6 fráköst. Njarðvíkingar eru því komnir í 4-liða úrslit en óljóst er hverjum þeir mæta þar.Þess má geta að Njarðvíkingar lentu í 8.sæti í deildinni en KR-ingar í því 1. Baldur „risi“ Ólafsson sem hefur verið í USA að leika í háskólaboltanum spilaði með KR en hann var engin hindrun í stórsigri gestanna.
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			




 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				