Njarðvík knúði fram oddaleik – 9 stiga sigur
Njarðvík sigraði Hamar í fjórða leik undanúrslitarimmu Iceland Express deildar kvenna í dag 79-70 og jöfnuðu þar með einvígið 2-2. Stúlkurnar mætast því í oddaleik á þriðjudaginn í Hveragerði.
Njarðvíkurstúlkur byrjuðu af krafti og skoruðu fyrstu stigin en þær gjörsamlega áttu fyrsta leikhlutann. Það mátti sjá greinilega á fyrstu mínútu að þær ætluðu sér ekki í sumarfrí og það sýndu þær og sönnuðu. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 22-15 og Hamarsstúlkur ekki að sýna þeirra bestu hliðar.
Sóknarleikur Njarðvíkur gleymdist í fyrsta leikhluta en lítið var að sjá í sókninni hjá þeim í öðrum fjórðungi. Þær skoruðu ekki stig í fjórar mínútur meðan Hamar vann upp forskotið og komst einu stigi yfir. Þær grænu voru ekki í stuði fyrir svona yfirgengni og sendu þær bláu aftur fyrir neðan sig og röðuðu niður körfunum, hverri á fætur annarri. Liðin gengu svo til búningsklefa þar sem 9 stig skildu liðin að, 42-33, Njarðvík í vil.
Seinni hálfleikur var ekki síðri en sá fyrri. Þegar fimm mínútur voru liðnar af seinni hálfleik náðu Hamarsstúlkur aftur eins stigs forskoti sem dugði þó skammt. Mikil barátta var í báðum liðum, enda mikið í húfi og þegar 35 mínútur voru liðnar af leiknum var staðan jöfn, 63-63. Njarðvíkurstúlkur voru sterkari og tryggðu sér með glæsilegum varnarleik öruggan sigur að lokum, 79-70, frábær endasprettur.
Stigahæstar í liði Njarðvíkur voru Shayla Fields með 30 stig og 9 villur fiskaðar, Julia Demirer með 27 stig og 15 fráköst, Dita Liepkaine með 16 stig og 8 stoðsendingar og Ólöf Helga Pálsdóttir með 6 stig en fleiri skoruðu ekki stig.
Stigahæst í liði Hamars og í leiknum var Jaleesa Butler með 36 stig.
Myndir frá leiknum má finna með því að smella hér.
Myndir og umfjöllun: Siggi Jóns
Shayla Fields var stigahæst í liði Njarðvíkur í dag með 30 stig.