Njarðvík-Keflavík í 8-liða úrslitum bikarsins
Nú fyrir skömmu var dregið í 8-liða úrslitum Poweradebikarsins í körfuboltanum. Það verður nágrannaslagur hjá stelpunum þar sem Njarðvík og Keflavík mætast, en þessi lið háðu skemmtilega rimmu um Íslandsmeistaratitilinn á síðasta ári og verma tvö efstu sæti deildarinnar um þessar mundir. Grindvíkingar eru svo enn með hjá konunum og þær mæta Stjörnunni.
Hjá körlunum eru Keflvíkingar og Njarðvíkingar á útivelli. Keflvíkingar fara í Grafarvoginn og mæta Fjölni á meðan Njarðvíkingar heimsækja Sauðkræklinga fyrir norðan. Leikið verður dagana 21. – 23. janúar
8 – liða kvenna
Njarðvík – Keflavík
Fjölnir – Snæfell
Haukar – Hamar
Stjarnan – Grindavík
8 – liða karlar
KFÍ – Hamar 1. Deild
Fjölnir – Keflavík
Tindastóll – Njarðvík
KR – Snæfell
Mynd: Núverandi meistarar í Keflavík fara í Ljónagryfjuna í 8-liða úrslitunum