Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðjudagur 17. apríl 2001 kl. 22:00

Njarðvík Íslandsmeistari

Njarðvíkingar tryggðu sér í kvöld Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik eftir sigur á Tindastóli í 4. leik liðanna á Sauðárkróki í kvöld, 71-96.Njarðvíkingar tóku völdin í seinni hálfleik eftir jafnan fyrri hálfleik og unnu öruggan sigur en staðan í hálfleik var 45-48 Njarðvíkingum í vil. Brenton Birmingham átti stórleik í liði Njarðvíkinga og náði fjórfaldri tvennu (yfir 10 í fjórum tölfræðiþáttum) Njarðvík vann samanlagt í einvíginu 3-1.

Stigahæstir í leiknum:
Njarðvík: Logi Gunnarsson 32, Brenton Birmingham 24 (10 frák., 11 stoðs., 12 stolnir).
Tindastóll: Shawn Myers 24, Lárus Dagur Pálsson 14, Mikhail Antropov 13 -


Myndir frá Sýn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024