Njarðvík í Höllina eftir sigur í framlengdum leik
Njarðvíkingar eru komnir í úrslit Powerade-bikars kvenna eftir ævintýralegan sigur gegn Haukum þar sem framlengja þurfti leikinn. Lokatölur 75-73 heimamönnum í vil en staðan var 67-67 eftir venjulegan leiktíma. Þá náðu Haukar að jafna undir lokin með þriggja stiga körfu.
Leikurinn byrjaði með miklum látum þar sem bæði lið skoruðu grimmt í byrjun leiks, eftir rúmlega 2mín. leik var staðan 8-6 Njarðvíkurstelpum í vil. Liðin skiptust á körfum næstu mín en í stöðunni 14-12 átti Njarðvík mjög góðan sprett sem kom þeim í 21-12 þá fannst Bjarna nóg komið og tók leikhle þegar 2.44 eftir af fyrsta leikhluta. Haukar komu mun sterkari til baka eftir leikhléið og náðu að minnka muninn í 21-16 en Njarðvík átti seinustu 5 stigin þar sem Petrúnella mætti með þrist og Andrea Björt skoraði fallega körfu úr horninu um leið og flautan gall. Staðan eftir fyrsta leikhluta 26-16 heimastelpum í vil.
Haukastelpur komu sterkari inn í öðrum þar sem J.Rhoads skoraði fyrstu tvær körfurnar og minnkaði muninn í 26-20. Á þessum tímapunkti var leikurinn mjög hraður þar sem bæði lið keyrðu upp völlinn, Haukar pressuðu 2-2-1 og duttu niður í svæðisvörn en Njarðvík spilaði maður á mann. Shanae Baker setti góðan þrist og kemur Njarðvík í 31-22 en Jence Rhodes hjálpaði Haukum og setti niður tvær góðar körfur og minnkaði muninn í 31-26. Liðin skiptust á að skora og í stöðunni 37-30 fyrir Njarðvík skoraði Hope Elam stóran þrist um leið og tíminn rann út og minnkaði muninn í 37-33 og Haukar fóru inn í klefa fagnandi meðan Njarðvíkurstelpur voru hundfúlar að gefa þessa körfu.
Atkvæðismestar í hálfleik hjá Njarðvík Shanae Baker 14stig – 4 frá- 5 stoð – 3 stolna. Petrúnella 10 stig, 4 frá. Lele Hardy 6 stig – 5 frá -3 stolna – 3 blokk. Hjá Haukum var Jence Rhoads 16 stig – 4frá. Hope Elam 7 stig – 6 fráköst
Haukar byrja betur í seinni hálfleik og jafna fljótt metin 37-37. Njarðvíkurstelpur áttu í miklu basli að koma boltanum ofaní körfuhringinn en fyrsta karfa þeirra kom eftir rúmar 3mín en þá komust þær yfir 39-37. Haukar taka leikhlé í stöðunni 45-45 þar sem allar stelpurnar voru vel þreyttar þar sem á tímabili var leikurinn eins og tennisleikur, svo hraður var hann. Njarðvík kom hinsvegar mun ákveðnari og skoruðu fyrstu 6 stigin og komust í 51-45 áður en Haukar náðu að skora, lokatölur eftir 3.leikhluta 53-49.
Shanae Baker-Brice byrjaði 4.leikhluta með látum á báðum endum vallarins og kom Njarðvík í 58-51 með tveim góðum körfum. Haukar taka leikhlé þegar 5.30 sek eru eftir til að stoppa þetta áhlaup þeirra grænklæddu. Íris Sverris átti góðan þrist sem minnkaði muninn í 58-54. Sóknarleikurinn hjá Njarðvík á þessum tímapunkti var ekki góður þar sem boltinn fékk ekki að rúlla eins og fyrr í leiknum. Í stöðunni 58-56 setur Shanea Baker flottan þrist og kemur Njarðvík í 61-56, Haukar missa boltan klaufalega og brjóta á Shanea Baker sem setur bæði vítin niður 63-56. Haukar neituðu að gefast upp og settu niður tvær körfur þar sem Margrét og Hope gerðu vel, og staðan orðinn 63-60 og tvær mín eftir af leiknum. Njarðvík tekur leikhlé og áhorfendur beggja liða styðja sitt lið með látum allt leikhléið.
Njarðvíkingar brjóta á Jence Rhoads þegar 1.40 eru eftir og hún setur niður bæði vítin 63-62 og allt að verða vitlaust í troðfullri Ljónagryfju. Guðrún Ámundardóttir fær sína 5.villu þegar þegar 1.15 eru eftir og setur Ólöfu á línuna sem setur bara annað vítið ofaní og kemur Njarðvík í 64-62, Shanea Baker stelur boltanum og skorar 66-62. Margrét minnkar strax muninn fyrir Hauka í 66-64. Haukar brjóta svo á Lele Hardy þegar 11 sek eru eftir en hún setur aðeins annað ofaní og kemur Njarðvík í 67-64 og Haukar taka leikhlé. Haukar fá innkast á hliðarlínunni og eftir mikinn darraðadans setur Jence Rhoads fáranlega erfiðan þrist þegar 3 sek eru eftir og jafnar leikinn 67-67 og þakið að rifna af Gryfjunni. Njarðvík náði ekki skoti og því þurfti að framlengja leikinn um 5mín.
Í framlengingunni byrjaði Margrét að koma Haukum yfir 67-69 áður en Shanea Baker jafnaði eftir laglegt samspil við Ólöfu Helgu. Shanea Baker stelur boltanum og á laglega sendingu á Petrúnellu sem kemur Njarðvík yfir 71-69. Í stöðunni 73-73 og 9 sek eftir kom Shanea Baker Njarðvík yfir með flottu gegnumbroti 75-73 og Haukar taka leikhlé. Haukar reyna fyrir sér í síðustu sókninni en geiguðu á skoti sínu og Njarðvíkurstelpur fagna, en eitthvað hafa dómarar leiksins séð og uppi varð mikill darraðadans á ritaraborði með dómurum og að lokum var bætt við 0.3sek sem var of lítill tími þrátt fyrir að Haukar hafa komið boltanum í körfuna, og þar með gátu Njarðvíkurstelpur fagnað sigrinum.
Frábær körfuboltaleikur og frábær mæting þar sem Gryfjan var full af fólki sem hrópuðu allan leikinn. Njarðvíkingar komnar í Höllina en þar mæta þar Snæfelli á laugardaginn kemur í úrslitum Poweradebikarkeppninn
Umfjöllun Agnar Gunnarsson Karfan.is
Njarðvík: Shanae Baker-Brice 38/12 fráköst/7 stoðsendingar/5 stolnir, Petrúnella Skúladóttir 16/5 fráköst, Lele Hardy 13/16 fráköst/7 stolnir/5 varin skot, Ína María Einarsdóttir 3, Andrea Björt Ólafsdóttir 2, Salbjörg Sævarsdóttir 2/4 fráköst, Ólöf Helga Pálsdóttir 1.
Myndir: Hilmar Bragi