Njarðvík í fallbaráttu
Lið Njarðvíkur í meistaraflokki karla í knattspyrnu er í fallbaráttu í 1.deild. Liðið hefur ekki staðist væntingar í sumar og þrátt fyrir þjálfaraskipti er enn á brattann að sækja þegar 3 leikir eru eftir.
Njarðvík leikur í kvöld gegn Leikni á Leiknisvelli í Reykjavík. Leikurinn hefst kl. 18:00. Þetta er sannkallaður baráttuleikur fyrir Njarðvíkinga sem sitja eins og er í fallsæti með einn leik til góða.
Staðan í deildinni þegar tvær umferðir eru eftir:
1 ÍBV 46
2 Selfoss 43
3 Stjarnan 41
4 KA 29
5 Haukar 27
6 Víkingur Ó. 24
7 Þór 24
8 Víkingur R. 23
9 Fjarðabyggð 21
10 Leiknir R. 20
11 Njarðvík 15
12 KS/Leiftur 12