Njarðvík í 3. sæti eftir sigur á Blikum
Njarðvíkingar eru ú nú í þriðja sæti 1. deildar kvenna í körfubolta eftir 58:72 sigur gegn Breiðablik á útivelli. Njarðvíkingar gerðu út nánast um leikinn strax í fyrsta leikhluta þar sem þeir héldu Blikum í sjö stigum. Carmen Tyson-Thomas var atkvæðamest Njarðvíkinga með 22 stig og 13 fráköst. Soffía Rún Skúladóttir skoraði 18 stig og Björk Gunnarsdóttir 13. Var þetta fjórði sigur Njarðvíkinga í röð í deildinni.
Breiðablik-Njarðvík 58-72 (7-23, 12-17, 24-15, 15-17)
Njarðvík: Carmen Tyson-Thomas 22/13 fráköst/8 stoðsendingar/5 stolnir, Soffía Rún Skúladóttir 18, Björk Gunnarsdótir 13/5 stoðsendingar, Svala Sigurðadóttir 9, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 8/9 fráköst, Júlia Scheving Steindórsdóttir 2/7 fráköst, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 0, Birta Rún Gunnarsdóttir 0, Aníta Carter Kristmundsdóttir 0, Hulda Ósk B. Vatnsdal 0, Hera Sóley Sölvadóttir 0, Svanhvít Ósk Snorradóttir 0/11 fráköst.