Njarðvík í 2. sætið
Njarðvík er komið í annað sæti 2. deildar karla í knattspyrnu eftir góðan útisigur á Huginn, 0-3, á laugardag.
Njarðvíkingar náðu forystunni strax á 6. mínútu þegar Michael Jónsson skaut glæsilegu skoti yfir markvörð heimamanna.
Hinn fjölhæfi Sverrir Þór Sverrisson bætti við öðru marki um miðjan hálfleikinn og voru Njarðvíkingar óheppnir að bæta ekki við marki áður en haldið var inn í klefa.
Njarðvíkingar réðu lögum og lofum í seinni hálfleik og hefðu hæglega getað bætt við mörgum mörkum en létu sér nægja eitt mark þar sem Jón Fannar Guðmundsson skoraði þriðja markið á 52. mínútu með góðum skalla.
Nýr leikmaður kom inná fyrir Njarðvík á 63. Mínútu, en þar var Bretinn Yoma Raiburn sem hefur verið við æfingar hjá Keflavík undanfarnar vikur. Njarðvíkingar mæta toppliði Leiknis á föstudag og geta komist upp í fyrsta sæti með sigri.
Meðal annara úrslita í neðri deildum má geta þess að Reynir tapaði fyrir KFS, 4-2, á föstudag.
Mynd/umfn.is: 1:Árni Þór Ármannsson stoppar sókn Hugins, 2:Michel Jónsson sækir að marki Hugins.