Njarðvík hafði betur gegn Grindavík
Það var Suðurnesjaslagur í Subway-deild kvenna í gær þegar nýliðar Njarðvíkur tókku á móti nýliðum Grindavíkur. Njarðvíkingar reyndist talsvert sterkari aðilinn og eru nú einar efstar í deildinni en Valur á einn leik inni og getur jafnað þær að stigum. Keflvíkingar tóku einnig á móti Fjölni í gær og máttu þola naumt tap.
Njarðvík - Grindavík 71:54
(19:16, 13:11, 21:16, 18:11)
Það var hart tekist á í gær þegar Suðurnesjaliðin tvö mættust. Það má segja að Grindavík hafi náð að hanga í Njarðvíkingum en þó var sigur heimaliðsins aldrei í hættu enda breidd liðsins talsvert meiri en hjá Grindavík. Sést það best á stigaskorun af bekk en bekkurinn hjá Njarðvík gerði fjórtán stig í sigringum í gær á meðan bekkur Grindvíkinga skoraði ekkert stig.
Frammistaða Njarðvíkinga: Aliyah A'taeya Collier 18/6 fráköst/6 stolnir, Lavína Joao Gomes De Silva 15/12 fráköst, Diane Diéné Oumou 13/11 fráköst, Eva María Lúðvíksdóttir 10, Kamilla Sól Viktorsdóttir 9/4 fráköst, Helena Rafnsdóttir 2/5 fráköst, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 2, Vilborg Jonsdottir 2, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 0, Júlia Scheving Steindórsdóttir 0, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 0.
Frammistaða Grindvíkinga: Robbi Ryan 24/10 fráköst, Edyta Ewa Falenzcyk 14/8 fráköst, Hulda Björk Ólafsdóttir 12, Hekla Eik Nökkvadóttir 2/4 fráköst, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 2/4 fráköst, Edda Geirdal 0, Aþena Þórdís Ásgeirsdóttir 0, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 0, Anna Margrét Lucic Jónsdóttir 0, Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir 0, Arna Sif Elíasdóttir 0, Sædís Gunnarsdóttir 0.
Keflavík-Fjölnir 90:95
(10:20, 30:24, 17:27, 33:24)
Miklar sveiflur voru á leiknum í gær og skiptust liðin á að sýna sínar bestu hliðar. Gestirnir byrjuðu betur og náðu þægilegri tíu stig forystu í fyrsta leikhluta en Keflavík minnkaði muninn í fjögur stig fyrir hálfleik. Fjölnir jók muninn um önnur tíu stig í þriðja leikhluta og það reyndist heimaliðinum of stór biti til að kyngja.
Keflavík lenti undir í byrjun og elti allan leikinn, í hálfleik munaði aðeins tveimur stigum á liðnum en hann jókst aftur í upphafi seinni hálfleiks. Keflvíkingar börðust hetjulega í lokin og Agnes María Svansdóttir jafnaði þegar um ein og hálf mínúta var eftir af leiknum (84:84) en lengra komust þær ekki og naumt tap í hörkuleik niðurstaðan.
Frammistaða Keflvíkinga: Daniela Wallen Morillo 29/12 fráköst/5 stoðsendingar, Eygló Kristín Óskarsdóttir 15/7 fráköst, Ólöf Rún Óladóttir 14, Anna Ingunn Svansdóttir 12, Agnes María Svansdóttir 11, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 6/4 fráköst, Tunde Kilin 3, Anna Þrúður Auðunsdóttir 0, Anna Lára Vignisdóttir 0, Gígja Guðjónsdóttir 0, Hjördís Lilja Traustadóttir 0, Katla Rún Garðarsdóttir 0.
Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, skellti sér á leikina í gær og má sjá myndasöfn hér að neðan.