Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík hafði betur gegn Grindavík
Fimmtudagur 24. febrúar 2011 kl. 13:16

Njarðvík hafði betur gegn Grindavík

Það var heldur betur spennandi leikur Grindavíkur og Njarðvíkur í Iceland Express deild kvenna í gærkvöldi. Liðin mættust í Röstinni í Grindavík og var leikurinn hnífjafn þar til um 4 mínútur voru eftir. Njarðvíkurstúlkur stungu þá Grindavík af og lönduðu nokkuð öruggum sigri, 66-74.

Shayla Fields fór á kostum í liði Njarðvíkur með 33 stig og 7 fráköst en hún spilaði allar 40 mínúturnar af leiknum sem þykir mjög sérstakt. Á eftir Fields kom Dita Liepkaine með 21 stig og 9 fráköst á aðeins 10 mínútum. Aðeins fimm stúlkur úr Njarðvíkurliðinu skoruðu stig í leiknum.

Janese Banks í liði Grindavíkur var stigahæst í leiknum með 36 stig og 9 fráköst. Á eftir Banks í liði Grindavíkur var Agnija Reke með 10 stig og 7 stoðsendingar og Berglind Anna Magnúsdóttir var með 8 stig.

Mynd: Shayla Fields fór á kostum í liði Njarðvíkur með 33 stig og 7 fráköst. -
[email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024