Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík fyrsta félagið í 1.deild til að skila af sér
Þriðjudagur 16. janúar 2007 kl. 10:47

Njarðvík fyrsta félagið í 1.deild til að skila af sér

Njarðvíkingar urðu á mánudag, fyrstir félaga í 1. deild karla í knattspyrnu til að skila leyfisumsókn ásamt fylgigögnum, öðrum en fjárhagslegum til KSÍ. Skilafrestur í 1. deild hafði verið framlengdur til miðvikudagsins 17. janúar, en þann frest þurfti Njarðvík ekki að nýta sér.

 

Lið Reykjanesbæjar urðu þar með fyrst til að skila í sínum deildum, en áður höfðu Keflvíkingar skilað fyrstir í Landsbankadeildinni.

 

www.umfn.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024