Njarðvík fallið í 2 deild
Njarðvík tapaði í gær fyrir Leikni í Breiðholti og eru því fallnir niður um deild. Með sigri hefði Njarðvík átt von um að ná hagstæðum úrslitum í lokaumferðum deildarinnar og náð að halda sér uppi. Ljóst er að með Njarðvík fellur lið KS/Leifturs, lokaumferð deildarinnar sem fram fer næstu helgi verður því ekki spennandi er varðar fallbaráttuna.
Víðismenn eiga von á að komast í 1 deild að ári ef þeir sigra Tindastól og Hamar sigrar Aftureldingu á morgun þegar næst síðasta umferðin fer fram. Spennan er því enn í hámarki. Afturelding og Víðir eigast við í lokaumferð deildarinnar 20. sept á Garðsvelli og gæti það orðið úrslitaleikur um 2 sætið.