Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík fallið! „Förum aftur upp,“ segir fyrirliðinn
Föstudagur 17. september 2004 kl. 20:22

Njarðvík fallið! „Förum aftur upp,“ segir fyrirliðinn

Knattspyrnulið Njarðvíkinga féll niður í 2. deild í kvöld þar sem þeir náðu einungis 1-1 jafntefli gegn Þrótti í síðasta leik sumarsins.

Njarðvíkingar voru fyrir leikinn á botninum með 18 stig líkt og Haukar og Stjarnan, en Völsungur var með einu stigi meira.

Njarðvíkingar lentu undir gegn Þrótti á 14. mínútu þegar Páll Einarsson skoraði fyrir Þrótt úr vítaspyrnu og stóðu leikar þannig í hálfleik.

Á 57. mín jafnaði Gunnar Einarsson metin og lyftist þá brún margra Njarðvíkinga. Það sem eftir lifði leiknum voru þeir mun skeinuhættari og komust oft grátlega nærri því að skora. Þegar hefðbundinn leiktími var liðinn áttu Njarðvíkingar tvö sannkölluð dauðafæri sem, með heppni, hefðu getað tryggt sæti þeirra í 1. deildinni en allt kom fyrir ekki.

Njarðvík endaði sumarið með 19 stig eins og Haukar, en Haukarnir voru með 8 mörkum betri markatölu.

Bjarni Sæmundsson var daufur í dálkinn í leikslok, enda var deildarstaða Njarðvíkinga ágæt fyrir ekki alls löngu. „Þetta er auðvitað súrt. Við vorum að spila mjög vel í síðustu tveimur leikjum, en náðum ekki að nýta okkur það. Þetta er sérstaklega slæmt að falla eftir alla uppbygginguna sem hefur átt sér stað hjá okkur síðustu árin, en við erum sjálfum okkur verstir.“ Bjarni var engu að síður bjartsýnn á að Njarðvíkingar yrðu konir aftur upp áður en langt um líður.
VF-mynd/Þorgils Jónsson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024