Njarðvík fær Stjörnuna í heimsókn, Víðir tekur á móti toppliðinu
Njarðvíkingar taka á móti Stjörnunni í 1. deild karla í kvöld. Leikurinn hefst kl. 20.
Heimamenn eru í fjórða sæti deildarinnar en Stjarnan er í því næst síðasta. Fyrri leikur liðanna endaði með sigri Njarðvíkinga, 1-0.
Þeir mæta til leiks með tvo nýja leikmenn, þá Michael Jónsson og Jóhann Helga Aðalgeirsson sem koma frá Grindvík. Þeir fengu lítið að spreyta sig í úrvalsdeildinni en munu eflaust styrkja Njarðvík í komandi átökum.
Þá mætast Víðir og Leiknir í kvöld í 2. deildinni. Leikurinn hefst kl. 20 og fer fram á Garðsvelli. Víðir er komið háskalega nærri hættusvæðinu, en Leiknir er á toppnum þannig að óhætt er að búast við þungum róðri hjá Víði.
VF-mynd/HRÓS
Heimamenn eru í fjórða sæti deildarinnar en Stjarnan er í því næst síðasta. Fyrri leikur liðanna endaði með sigri Njarðvíkinga, 1-0.
Þeir mæta til leiks með tvo nýja leikmenn, þá Michael Jónsson og Jóhann Helga Aðalgeirsson sem koma frá Grindvík. Þeir fengu lítið að spreyta sig í úrvalsdeildinni en munu eflaust styrkja Njarðvík í komandi átökum.
Þá mætast Víðir og Leiknir í kvöld í 2. deildinni. Leikurinn hefst kl. 20 og fer fram á Garðsvelli. Víðir er komið háskalega nærri hættusvæðinu, en Leiknir er á toppnum þannig að óhætt er að búast við þungum róðri hjá Víði.
VF-mynd/HRÓS