Miðvikudagur 16. nóvember 2016 kl. 13:47
Njarðvík fær Hauka í heimsókn í kvöld
-Atkinson mætir í Ljónagryfjuna
Njarðvík tekur á móti Haukum í Dominos deild karla í kvöld og hefst leikurinn kl. 19:15 í Ljónagryfjunni. Njarðvík teflir fram nýjum leikmanni, Jeremy Atkinson, en hann mun eflaust styrkja teig Njarðvíkinga sem hefur verið með heldur lágvaxið lið í undanförnum leikjum.