Njarðvík enn án sigurs
Njarðvík mætti Snæfelli í Domino´s-deild kvenna í körfu í kvöld og endaði leikurinn með þrettán stiga tapi Njarðvíkur og lokatölur leiksins voru 87-71.
25. umferð deildarinnar fór fram í kvöld og hefur lið Njarðvíkur ekki enn tryggt sér sigur í einum deildarleik í vetur.
Shalonda R. Winton fór mikinn í liði Njarðvíkur eins og svo oft áður og skoraði 28 stig, María Jónsdóttir var með 10 stig ásamt Hrund Skúladóttur og Björk Gunnarsdóttir skoraði 8 stig.