Njarðvík deildarmeistari í 1. deild kvenna
- sigruðu Stjörnuna 68-60 í toppslagnum í Garðabæ
Njarðvík er deildarmeistari í 1. deild kvenna og hefur þar með tryggt sér öruggt sæti í úrslitakeppni um laust sæti í Dominos deild kvenna á næsta tímabili. Njarðvík lagði Stjörnuna í gærkvöld 68-60 á útivelli en þessi lið eru í tveimur efstu sætunum og líklegt að þau mætist í úrslitakeppninni. Júlia Scheving Steindórsdóttir var stigahæst í liði Njarðvíkur með 15 stig og Erna Hákonardóttir skoraði 14 og Rakel Vilhjálmsdóttir 13 líkt og Guðbjörg Ósk Einarsdóttir.
Stjarnan-Njarðvík 60-68 (13-20, 25-19, 12-14, 10-15)
Stjarnan: Bryndís Hanna Hreinsdóttir 20/4 fráköst, Bára Fanney Hálfdanardóttir 16/8 fráköst/5 stoðsendingar, Sara Diljá Sigurðardóttir 14/8 fráköst/3 varin skot, Eva María Emilsdóttir 10/9 fráköst, Sigríður Antonsdóttir 0, Erla Dís Þórsdóttir 0/5 fráköst, Gabríela Hauksdóttir 0, Guðrún Edda Sveinbjörnsdóttir 0, Guðrún Ósk Guðmundsdóttir 0, Heiðrún Ösp Hauksdóttir 0/4 fráköst/5 stoðsendingar, Helena Mikaelsdóttir 0, Kristín Fjóla Reynisdóttir 0.
Njarðvík: Júlia Scheving Steindórsdóttir 15/6 fráköst, Erna Hákonardóttir 14, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 13, Guðbjörg Ósk Einarsdóttir 13, Björk Gunnarsdótir 7/4 fráköst/6 stoðsendingar, Andrea Björt Ólafsdóttir 6/13 fráköst, Svala Sigurðadóttir 0, Eygló Alexandersdóttir 0, Elínora Guðlaug Einarsdóttir 0, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 0, Aníta Carter Kristmundsdóttir 0, María Ben Jónsdóttir 0.
Dómarar: Jakob Árni Ísleifsson, Gunnar Thor Andresson
Áhorfendur: 128
Staða:
1. Njarðvík 9 9 0 652 - 459 18
2 Stjarnan 9 6 3 658 - 541 12
3 KFÍ 7 4 3 441 - 417 8
4 Fjölnir 7 3 4 465 - 492 6
5 Tindastóll 8 2 6 438 - 530 4
6 Þór Ak. 6 2 4 335 - 384 4
7 FSu/Hrunamenn 6 0 6 291 - 457 0