Njarðvík bustaði Hamar
Njarðvíkingar fóru létt með Hamarsstúlkur í 3. umferð Iceland Express deild kvenna í gær. Lokatölur urðu 72-91 þar sem Lele Hardy var með 30 stig fyrir þær grænu.
Næsti leikur Njarðvíkinga í deildinni verður gegn Keflvíkingum þann 29. október en bæði lið hafa unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum.