Njarðvík bikarmeistari í unglingaflokki karla
Njarðvíkingar fögnuðu bikarmeistaratitlinum í körfuknattleik karla um helgina þegar þeir lögðu FSu frá Selfossi í úrslitaleiknum í Laugardalshöll 92.84. Leikurinn var jafn og spennandi en Njarðvík landaði sigrinum með góðu áhlaupi í lokaleikhlutanum.
Adam Eiður Ásgeirsson var stigahæstur með 23 stig í liði Njarðvíkur en Jón Arnór Sverrisson skoraði 19 stig en faðir hans, Sverrir Þór Sverrisson, varð einnig bikarmeistari um helgina sem þjálfari kvennaliðs Grindavíkur.
Ragnar Helgi Friðriksson 13, Magnús Már Traustason 17, Ágúst Einar Ágústsson, Kristján Örn Rúnarsson, Sigurjón Gauti Friðriksson, Snjólfur Marel Stefánsson 4, Jón Arnór Sverrisson 19, Adam Eiður Ásgeirsson 23, Atli Karl Sigurbjartsson 16, Maciej Stanislav Baginski 16, Hermann Ingi Harðarson, Friðrik Árnason.