Njarðvík berst um 2. sætið í kvöld
Njarðvíkingar halda í Garðabæinn í dag til þess að leika gegn Stjörnunni í 2. deild karla í knattspyrnu. Leikurinn hefst kl. 18:00 á Stjörnuvelli.
Leikurinn er sá síðasti í 9. umferðinni en það lið sem sigrar nær öðru sæti í deildinni. Leikni frá Reykjavík verður ekki haggað í þessari umferð í toppsætinu en þar trjóna þeir með 20 stig eftir níu umferðir.