Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík áfram í Borgunarbikarnum
Frá leik Njarðvíkur og Augnabliks í gær -mynd: umfn.is/fotbolti
Miðvikudagur 20. maí 2015 kl. 00:36

Njarðvík áfram í Borgunarbikarnum

Reynir Sandgerði úr leik

Njarðvíkingar tryggðu sér í kvöld farseðilinn í 32 liða úrslit Borgunarbikarsins þegar liðið lagði Augnablik 1-4 á Fram vellinum í Úlfarsárdal í gærkvöldi.

Bergþór Smárason, Theódór Guðni Halldórsson, Marc Ferrer og Arnór Svansson skoruðu mörk Njarðvíkinga sem hafa byrjað sumarið af miklum krafti og eru ósigraðir í deild og bikar það sem af er.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Reynismenn frá Sandgerði eru úr leik eftir 0-2 tap gegn Selfossi á N1 vellinum í Sandgerði.