Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík áfram á toppi 2. deildar eftir sigur á Völsungum
Brynjar Freyr Garðarsson Njarðvíkingur í baráttu við einn leikmann Völsungs. VF-myndir/pket.
Laugardagur 8. júlí 2017 kl. 16:44

Njarðvík áfram á toppi 2. deildar eftir sigur á Völsungum

Njarðvíkingar halda áfram sigurgöngu sinni í 2. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu en þeir lögðu Völsunga frá Húsavík á Njarðtaksvellinum í Njarðvík í dag. Lokatölur urðu 3-2 en heimamenn höfðu þó öll tögl og haldir og komust í 3-2. Gestirnir skoruðu tvö mörk úr vítaspyrnum á síðustu fimm mínútunum.

Stefán Birgir Jóhannesson opnaði markareikning Njarðvíkinga í leiknum á 43. mín. Atli Freyr Ottesen Pálsson bætti við öðru marki á 56. mín. og Jón Veigar Kristinsson kom svo heimamönnum í 3-0 á 80. mín með marki sem flestir hefðu talið að hefði slökkt í gestunum.

Það gerðist hins vegar ekki og þeir spýttu í lófana og náðu tveimur mörkum á síðustu mínútunum en lengra komust þeir ekki og Njarðvíkingar sigruðu sanngjarnt og halda toppsæti deildarinnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024