Njarðvík á toppnum og Víðir í 3. sæti 2. deildar eftir sigra
Njarðvíkingar sóttu þrjú mikilvæg stig á Egilsstaði þegar þeir lögðu heimamenn í Hetti með tveimur mörkum gegn engu. Njarðvík er í efsta sæti 2. deildar með 38 stig, þremur meira en Magni og fjórum stigum fleiri en Víðismenn sem eru í 3. sæti með 34 stig eftir góðan sigur á Sindra 4-2. Það má því búast við harðri baráttu í síðustu umferðunum.
Andri Fannar Freysson skoraði bæði mörk UMFN úr vítaspyrnu, það fyrra á 34. mín. eftir að Styrmir Gauti hafði verið felldur inni í teignum en það síðara á 78. mín. eftir brot á Arnóri Björnssyni. Næsti leikur UMFN er gegn Vestra nk. laugardag kl.13.
Víðismenn fengu Sindra í heimsókn og unnu sannfærandi sigur. Þeir komust í 4-0 með tveimur mörkum Milan Tasic og frá Aleksandar Stojkovic úr víti og Dejan Stamenkovic. Sindramenn klóruðu í bakka á síðasta korterinu með tveimur mörkum.
Annar mark Víðismanna staðreynd. Myndir af Facebooksíðu Víðis. Þar er stórt myndasafn frá leiknum.