Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík á toppnum í 2. deild
Úr leik Njarðvíkur og Völsungs nú nýlega.
Sunnudagur 30. júlí 2017 kl. 01:00

Njarðvík á toppnum í 2. deild

Njarðvíkingar eru á toppi 2. deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu karla þegar 14 umferðir hafa verið leiknar. Njarðvíkingar hafa 30 stig á toppnum eins og Magni. 
 
Njarðvíkingar hafa skorað 33 mörk en Magni 32. Þá hafa bæði lið fengið á sig 21 mark. Baráttan um toppsætið gæti því ekki verið meira spennandi en eitt mark tryggir Njarðvík toppinn.
 
Njarðvíkingar unnu Tindastól í síðasta leik sínum, sem fram fór á Njarðtaksvellinum í Njarðvík á föstudagskvöld. Úrslit leiksins voru 2:0 sigur Njarðvíkur en staðan í hálfleik var 1:0.
 
Mörk Njarðvíkur skoruðu Atli Freyr Ottesen Pálsson á 30. mínútu og svo Andri Fannar Freysson 59. mínútu úr víti.
 
Njarðvíkingar taka á móti liði Fjarðabyggðar á miðvikudagskvöldið í Njarðvík. Leikurinn hefst kl. 19:15.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024