Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík, Þróttur og Víðir áfram í bikarnum
Mánudagur 5. maí 2014 kl. 10:06

Njarðvík, Þróttur og Víðir áfram í bikarnum

Sandgerðingar úr leik

Njarðvík sigraði lið KB 3-1 í fyrstu umferð í Borgunarbikarnum í knattspyrnu á laugardag. Það voru þeir Pawel Grundzinski, Einar Þór Kjartansson og Aron Freyr Rúnarsson sem gerðu mörk Njarðvíkinga í leiknum.

Víðismenn komust sömuleiðs áfram eftir sigur gegn Árborg í vítaspyrnukeppni á laugardag. Lokatölur að loknum venjulegum leiktíma voru 1-1 en mark Víðis gerði Árni Þór Ármannsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

(Víðismenn eru komnir áfram í bikarnum líkt og grannar þeirra í Njarðvík.)

Þróttarar úr Vogum fóru auðveldlega í gegnum fyrstu umferð eftir 0-8 sigur gegn Stál-úlfi á sunnudag. Handboltakappinn fyrrum Freyr Brynjarsson skoraði þrennu í leiknum en markamaskínan Reynir Þór Valsson setti tvö mörk. Páll Guðmundsson, Emil Daði Símonarson og Andrew J. Wissler gerðu hin mörkin.

 

Sandgerðingar máttu sætta sig við 2-3 tap gegn Ægismönnum í Borgunarbikarnum en það var Þorsteinn Þorsteinsson sem skoraði mörk Reynismanna.