Njarðvík – Fjölnir í kvöld
Njarðvík og Fjölnir mætast í kvöld kl. 19:15 í Iceland Express deild kvenna í körfuknattleik. Leikurinn fer fram í Ljónagryfjunni og er lokaleikurinn í þriðju umferðinni. Njarðvík er með einn sigurleik í fimmta sæti deildarinnar og getur með sigri í kvöld komist að hlið Hauka í þriðja sætinu. Fjölnir tapaði hins vegar í fyrstu tveimur leikjunum.
Keflavík og Grindavík leika í deildinni á laugardaginn þegar Grindavík tekur á móti Hamri og Keflavík heimsækir Fjölni.