Njarðvíkingar nálgast toppinn
Í gær mættu Njarðvíkingar liði KF á útivelli í 2. deild karla og fóru með sigur af hólmi. Njarðvíkingar hafa verið á góðri siglingu undanfarið og vinna sig jafnt og þétt upp töfluna. Þeir eru nú í þriðja sæti, einu stigi á eftir toppliðunum, Kórdrengjum og Selfossi, sem leika í dag.
Það var Ivan Prskalo sem skoraði fyrsta mark Njarðvíkinga á 6. mínútu.
KF jafnaði leikinn á 29. mínútu en Prskalo kom Njarðvík aftur yfir á þeirri 35., tveimur mínútum síðar skoraði Bergþór Ingi Smarason þriðja mark Njarðvíkinga og staðan 3:1 í hálfleik.
Í síðari hálfleik minnkaði KF muninn í 3:2 (62') en markahrókurinn Kenneth Hogg tryggði sigurinn með marki á 78. mínútu. Lokatölur 4:2 fyrir Njarðvík.