Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 6. maí 1999 kl. 12:51

NÍU SUÐURNESJAMENN Í KARLALANDSLIÐINU

Landsliðsþjálfarinn í körfuknattleik, Jón Kr. Gíslason, hefur valið 12 manna leikmannahóp til keppni á alþjóðlegu móti í Luxembourg 7.-9. maí nk. Níu Suðurnesjamenn eru í hópnum þar af einn tveggja nýliða, Gunnar Einarsson úr Keflavík. Eftirtaldir leikmenn skipa landsliðið: Falur Harðarson, Hjörtur Harðarson, Birgir Örn Birgisson og Gunnar Einarsson úr Keflavík. Friðrik Ragnarsson, Friðrik Stefánsson og Páll Kristinsson úr Njarðvík. Páll Vilbergsson, Helgi Jónas Guðfinnsson og Herbert Arnarsson úr Grindavík. Aðrir leikmenn eru Eiríkur Önundarson KR-ingur og hinn nýliðinn í hópnum, Dagur Þórisson Skagamaður. „Ég er að sjálfsögðu mjög ánægður með landsliðssætið. Ég held að bættan árangur minn í vetur megi skrifa á markvissari æfingar. Ég lyfti vel síðasta sumar, eins og oft áður, og hélt því svo áfram í allan vetur með æfingunum en það hef ég aldrei haldið út áður.“ sagði Gunnar er VF hafði samband og óskaði honum til hamingju með landsliðssætið. Aðstoðarþjálfari liðsins er Friðrik Ingi Rúnarsson, Njarðvíkingur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024