Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðjudagur 16. júlí 2002 kl. 14:32

Níu af Suðurnesjum í landsliðinu í körfu

Friðrik Ingi Rúnarsson hefur valið 19 leikmenn í landsliðshóp Íslands sem tekur þátt í undirbúningi fyrir Norðurlandamótið í körfuknattleik. Níu leikmenn af Suðurnesjum eru í þessum hópi en þeir eru; Brenton Birmingham, Logi Gunnarsson, Friðrik Stefánsson, Jón N. Hafsteinsson, Gunnar Einarsson, Magnús Þór Gunnarsson, Helgi Jónas Guðfinnsson og Páll Axel Vibergsson ásamt Fannari Ólafssyni en hann leikur með háskólaliði í Bandaríkjunum.Mótið fer fram í Osló í Noregi og verður það 23. - 25. ágúst.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024