Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Níu af Suðurnesjum í æfingahóp Sigurðar
Fimmtudagur 10. maí 2007 kl. 10:41

Níu af Suðurnesjum í æfingahóp Sigurðar

Sigurður Ingimundarson landsliðþjálfari A-landsliðs karla í körfuknattleik hefur valið 20 manna æfingahóp fyrir Smáþjóðaleikana sem fram fara í Mónakó dagana 4.-9. júní í sumar.

 

Að þessu sinni eru níu leikmenn af Suðurnesjum í 20 manna hópnum og alls hefur Sigurður valið átta nýliða í hópinn. Æfingahópurinn er sem hér segir:

 

Brenton Birmingham UMFN landsleikir 11

Brynjar Þór Björnsson KR landsleikir 0

Damon Johnson L’Hospitalet, Spánn landsleikir 5

Egill Jónasson UMFN landsleikir 23

Fannar Helgason ÍR landsleikir 0

Fannar Ólafsson KR landsleikir 60

Finnur Magnússon Catawba, USA landsleikir 0

Friðrik Stefánsson UMFN landsleikir 98

Helgi Magnússon BC Boncourt, Sviss landsleikir 41

Hreggviður Magnússon ÍR landsleikir 3

Hörður Axel Vilhjálmsson Fjölnir landsleikir 0

Jóhann Árni Ólafsson UMFN landsleikir 0

Jón Arnór Stefánsson Virtus Roma, Ítalía landsleikir 40

Kristinn Jónasson Fjölnir landsleikir 4

Logi Gunnarsson Gijon, Spánn landsleikir 50

Magnús Gunnarsson Keflavík landsleikir 41

Páll Axel Vilbergsson UMFG landsleikir 67

Sigurður Þorsteinsson Keflavík landsleikir 0

Sveinbjörn Claessen ÍR landsleikir 0

Þorleifur Ólafsson UMFG landsleikir 0

 

Nýliðarnir af Suðurnesjum í hópnum eru þeir Jóhann Árni Ólafsson, Sigurður Þorsteinsson og Þorleifur Ólafsson.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024