Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Nítjánda tap Njarðvíkur
Laugardagur 3. febrúar 2018 kl. 19:01

Nítjánda tap Njarðvíkur

Njarðvík mætti toppliði Vals í Domino´s-deild kvenna í körfu í dag, Njarðvík tapaði með 22 stigum og urðu lokatölur leiksins 69-47. Valur leiddi í hálfleik með sjö stigum en gaf í þegar flautað var til seinni háfleiks og tryggði sér öruggan sigur. Njarðvík hefur ekki enn sigrað leik í deildinni í vetur og sitja í neðsta sæti eftir nítján umferðir með ekkert stig.

Stigahæstu leikmenn Njarðvíkur voru Shalonda R. Winton með 23 stig, 16 fráköst og 7 stolnirboltar, Erna Freydís Traustadóttir með 6 stig, Björk Gunnarsdótir með 5 stig og 5 fráköst, Aníta Carter Kristmundsdóttir með 4 stig og  María Jónsdóttir með 4 stig og 6 fráköst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024