Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Nítján boxarar á diploma-móti í Reykjanesbæ
Þriðjudagur 20. október 2015 kl. 13:02

Nítján boxarar á diploma-móti í Reykjanesbæ

Hnefaleikafélag Reykjaness stóð fyrir diploma hnefaleikamóti um helgina, en þetta er þriðja diploma mótið sem er haldið hér í Keflavík á árinu. Alls voru 19 boxarar á aldrinum 10-17 ára sem tóku þátt og þar á meðan 7 héðan úr Reykjanesbæ, segir í frétt frá Hnefaleikafélagi Reykjaness.

Diploma hnefaleikar hafa farið ört vaxandi síðan 2013 og er HFR með einna flesta iðkendur sem útskrifast hafa með diploma viðurkenningu. Krakkarnir fá viðurkenningu til að sýna fram á tækniatriði gegn andstæðingi í hringnum. Þrír dómarar meta hverja lotu fótaburð, vörn og högg hjá hvorum þátttakanda. Til að ná diploma þarf að fá 27 stig samanlagt frá dómurum. Einnig eru veitt brons, silfur og gull diploma viðurkenningar eftir að viðkomandi hefur hlotið viðurkenningu. Þegar viðkomandi nær framúrskarandi einkunn í fimm skipti. Brons=27 stig, Silfur=31 stig, Gull=35 stig.

Núna um helgina var veitt fyrsta silfur-diploma viðurkenning á landinu fyrir diploma árangur, en hana hlaut Margrét Guðrún Svavarsdóttir fyrir sína frammistöðu í hringnum. Margrét er okkar fremsta hnefaleikakona í Reykanesbæ og hefur staðið sig bæði í diploma og ólympískum hnefaleikum. Á mótinu fór hún gegn Mikael Adam Hafþórssyni úr Hnefaleikafélagi Hafnafjarðar. Margrét stefnir á að vera fyrsta á landinu til að fá gullviðurkenningu í diploma áður en árið er liðið.

Mótið var vel sótt af æfingameðlimum og foreldrum í Reykjanesbæ. Á mótinu voru, ásamt Reykjanesbæ, boxarar frá hnefaleikafélögum á Akranesi, Hafnarfirði og Kópavogi.  

Aðrir keppendur HFR voru Agnes Margrét Garðarsdóttir, Hákon Klaus Haraldsson, Hörður Ingi Þorsteinsson, Benóný Einar Færseth, Snorri Dagur Eskilsson og Friðrik Rúnar Friðriksson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024