Nína Ósk til Vals
Kvennalið Keflavíkur varð í gær fyrir mikilli blóðtöku þegar Nína Ósk Kristinsdóttir gekk til liðs við Íslandsmeistara Vals.
Nína, sem hóf feril sinn með RKV, sameinuðu liði Reynis, Víðs og Keflavíkur, kom einmitt til Keflavíkur frá Val í fyrrasumar og hefur síðan verið langmarkahæsti leikmaður liðsins og gerði 24 mörk í sumar. Hún var næstmarkahæst í deildinni, á eftir Margréti Láru Viðarsdóttur úr Val. Margrét hefur nú haldið utan í atvinnumennskuna og á Nína að fylla í það skarð sem hún skilur eftir sig.
VF-mynd úr safni - Nína í leik með Keflavík í sumar