Nína Ósk skorar 7 mörk gegn KR
Suðurnesjamærin Nína Ósk Kristinsdóttir skoraði heil sjö mörk í 9-1 sigri Valsstúlkna á Íslandsmeisturum KR á Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu í gær. Slíkar tölur eru fáheyrðar gegn eins sterku liði og KR er og er því aldrei að vita nema þessi úrslit gefi til kynna að Íslandsmótið verði jafnara en síðustu ár, þar sem KR hefur haft mikla yfirburði.