Nína Ósk raðar inn mörkunum
Knattspyrnukonan Nína Ósk Kristinsdóttir frá Sandgerði hefur svo sannarlega hafið Íslandsmótið glæsilega og hefur skorað sjö mörk fyrir Val í fyrstu fjórum leikjunum í deildinni og trónir á toppi listans yfir markahæstu leikmenn.
Auk þess eru Valsstúlkur efstar í Landsbankadeild kvenna og virðast til alls líklegar á leiktíðinni.
Mynd: Nína Ósk hlýtur nafnbótina íþróttamaður Sandgerðis í vetur