Nína Ósk með stórleik í stórsigri
Nína Ósk Kristinsdóttir, knattspyrnukona frá Sandgerði fór hamförum er Íslandsmeistararnir Valsstúlkur unnu sögulegan stórsigur á bikarmeisturum ÍBV, 10-0 í Meistarakeppni KSÍ í kvöld.
Nína, sem hefur fest sig í sessi sem einn skæðasti framherji landsins, skoraði 4 mörk í yfirhalningunni, öll í síðari hálfleik, og er ljóst að hún er í góðu formi fyrir leiktíðina í úrvalsdeild, sem og stöllur hennar í hinu geysisterka Valsliði.
Valsstúlkur tryggðu sér á dögunum Deildarbikarmeistaratitilinn með 6-1 sigri á KR, en þar skoraði Nína 3 mörk.
Mynd/http://valur.is/main/index.asp Nína Ósk (fjórða frá vinstri í efri röð) ásamt Valsstúlkum á góðri stund