Nína Ósk í U17 ára landslið
Nína Ósk Kristinsdóttir úr RKV hefur verið valin í U17 ára landslið Íslands sem tekur þátt í Norðurlandamótinu í knattspyrnu. Ragnhildur Skúladóttir þjálfari valdi 18 leikmenn í verkefnið en mótið fer fram hér á landi í júlí.Nína spilar sem framherji með RKV í 1. deildinni og hefur skorað nokkur mörk í sumar.