Nína Ósk enn á skotskónum
Valur tryggði sér Reykjavíkurmeistaratitil kvenna í knattspyrnu fjórða árið í röð með stórsigri á KR, 4-0, í Egilshöll í gærkvöld.
Markadrottningin Nína Ósk Kristinsdóttir frá Sandgerði skoraði eitt marka Vals og gerði því hvorki fleiri né færri en 21 mark í 6 leikjum í mótinu. Áhugasömum er bent á viðtal við Nínu í Víkurfréttum sem komu út í dag.