Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Nína komin aftur til Keflavíkur
Mánudagur 6. júní 2005 kl. 09:25

Nína komin aftur til Keflavíkur

Nína Ósk Kristinsdóttir, framherji frá Sandgerði, hefur gengið til liðs við sína gömlu félaga í Keflavík og leikur sinn fyrsta leik með liðinu í kvöld. Þetta staðfesti knattspyrnudeildin við Víkurfréttir í morgun.

Enginn þarf að velkjast í vafa um að Nína er mikill fengur fyrir nýliða Keflavíkur, en hún er meðal sterkustu framherja landsins um þessar mundir og er fastamaður í landsliði Íslands.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024