Þriðjudagur 14. febrúar 2006 kl. 15:47
Nína í 26 manna æfingahóp
Knattspyrnukonan Nína Ósk Kristinsdóttir, frá Sandgerði, hefur verið valin í 26 manna æfingahóp A- landsliðs kvenna vegna vináttulandsleiks gegn Englendingum þann 9. mars n.k.
Nína leikur með Keflavík en hún skrifaði undir nýjan samning við félagið fyrir nokkrum vikum.