Nigel Moore stýrir Njarðvíkurstelpum á næsta tímabili
- Lele Hardy leikur líklega ekki með Njarðvík á næsta tímabili
Stjórn UMFN hefur gert áframhaldandi tveggja ára samninga við flesta af leikmönnum kvennaliðs síns. Liðið sem endaði deildina í ár í 7. sæti með 8 sigra átti erfitt uppdráttar eftir risa árið 2012. En stjórnin lítur svo á að efniviðurinn sé góður og vill halda áfram með sama hópinn. Karfan.is greinir frá þessu.
Í framhaldi af því þá var Nigel Moore ráðinn þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur og mun einnig leika með karlaliðinu á næstu leiktíð. Gríðarleg ánægja var með hans störf á liðnu tímabili þegar hann tók við liðinu með Agnari Mar Gunnarssyni.
Ekki hefur enn verið ráðinn erlendur leikmaður til liðsins til að leika á næstu leiktíð en sú vinnsla er þegar hafin. Ólíklegt þykir að Lele Hardy, sem leikið hefur með liðinu síðastliðin tvö ár muni koma til með að koma aftur til liðsins en hún reynir nú fyrir sér í stærri deildum erlendis.
www.karfan.is