Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Niðurlæging fyrir norðan
Mánudagur 28. mars 2016 kl. 22:32

Niðurlæging fyrir norðan

Fjórða árið í röð fara Keflvíkingar snemma í sumarfrí

Keflvíkingar voru gjörsamlega kafsigldir af Tindastólsmönnum í Síkinu og sendir í snemmbúið sumarfrí úr Domino's deildinni. Gestirnir úr Bítlabænum sáu aldrei til sólar og virtust engan veginn tilbúnir í leikinn mikilvæga. Niðurstaðan var 29 stiga tap og 3-1 tap í einvíginu í 8-liða úrslitum, en þetta er jafnframt fjórða árið í röð þar sem Keflvíkingar komast ekki upp úr fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Stólarnir slógu Keflvíkinga snemma út af laginu og náðu strax öruggu forskoti. Keflvíkingar skoruðu aðeins 11 stig í fyrsta leikhluta og 28 stig í öllum fyrri hálfleik. Á meðan skoruðu heimamenn 50 stig og því talsverð brekka framundan fyrir Suðurnesjapilta í síðari hálfleik. Þeir náðu ekki að klóra í bakkann fyrr en í síðasta leikhluta þegar Stólarnir voru aðeins búnir að slaka á bensíngjöfinni og því fór sem fór. Mestur varð munurinn 42 stig og er því alveg óhætt að tala um niðurlægingu hjá liðinu sem var lengi vel talið líklegt til þess að hampa titlinum í vor, eftir frábært gengi framan af vetri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Jerome Hill var bestur Keflvíkinga með 27 stig en aðeins tveir aðrir skoruðu yfir 10 stig. 

Tindastóll-Keflavík 98-68 (30-11, 20-17, 25-14, 23-26)

Keflavík: Jerome Hill 27/9 fráköst, Guðmundur Jónsson 11, Reggie Dupree 10, Magnús Þór Gunnarsson 8/4 fráköst, Andri Daníelsson 3, Ágúst Orrason 3, Arnór Sveinsson 2, Andrés Kristleifsson 2, Valur Orri Valsson 2, Daði Lár Jónsson 0, Magnús Már Traustason 0, Davíð Páll Hermannsson 0/4 fráköst.

Tindastóll: Myron Dempsey 20, Anthony Isaiah Gurley 15, Viðar Ágústsson 13/6 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 12/5 fráköst/8 stoðsendingar, Helgi Rafn Viggósson 11/18 fráköst/3 varin skot, Darrel Keith Lewis 10/4 fráköst/9 stoðsendingar/6 stolnir, Helgi Freyr Margeirsson 9, Hannes Ingi Másson 5/4 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson 3, Pálmi Þórsson 0, Sigurður Páll Stefánsson 0, Svavar Atli Birgisson 0.