Nick Bradford búinn að skrifa undir við Njarðvík
Bandaríkjamaðurinn Nick Bradford hefur skrifað undir samning við körfuknattleiksdeild Njarðvíkur. Þetta staðfesti Jón Guðlaugsson, formaður deildarinnar, í samtali við Víkurfréttir nú áðan. Njarðvíkingar vonast til að geta teflt Bradford fram gegn Tindastóli en ennþá er beðið eftir pappírum frá Finnlandi, þar sem leikmaðurinn spilaði áður.
Með undirritun á samningi við UMFN þá hefur Nick Bradford brotið blað í körfuboltasögunni og er fyrsti erlendi leikmaðurinn til að spila með öllum þremur Suðurnesjaliðunum í úrvasldeildinni. Keflvíkingar og Grindvíkingar hafa áður noti krafta leikmannsins, sem er góður fengur.