Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Nettómótið aldrei verið stærra
Föstudagur 1. mars 2013 kl. 10:23

Nettómótið aldrei verið stærra

Búist við 1200 körfuboltakrökkum í Reykjanesbæ

Ljóst er að metfjöldi keppenda mætir á Nettómótið í körfubolta sem haldið verður í Reykjanesbæ um helgina. Búist er við 1200 keppendum en það mun vera 10% aukning frá síðasta ári. Aldur keppenda er 6-11 ára (1.-6. bekkur) af báðum kynjum.

Stigin eru ekki talin í mótinu og því ljóst að leikgleðin ræður ríkjum. Allir þátttakendur fá svo verðlaunapening að móti loknu. Ýmis skemmtiatriði verða á kvöldvöku og boðið upp á veitingar alla helgina.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Góð samvinna körfuknattleiksdeilda UMFN og Keflavíkur og metnaður þeirra að hafa mótið alltaf sem glæsilegast er greinilega að skila sér.

Það er ávallt líf og fjör á Nettómótinu.