Nettó styrkir KKD UMFG
Samkaup hf. sem reka Nettó gerðu á dögunum samstarfssamning við Körfuknattleiksdeild Grindavíkur en samningar voru undirritaðir í hálfleik á fyrsta leik UMFG og Skallagríms í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla.
Fulltrúi Samkaupa hf, sem rekur Nettó verslunina í Grindavík og víðar, var Kjartan Már Kjartansson, staðgengill framkvæmdastjóra. Kjartan er hér á mynd með formanni KKD UMFG, Óla Birni Björgvinssyni og leikmönnunum Páli Axeli Vilbergssyni og Þorleifi Ólafssyni.
VF-Mynd/ [email protected]