Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Nesprýði býður á Sparisjóðsvöllinn
Miðvikudagur 29. ágúst 2007 kl. 13:27

Nesprýði býður á Sparisjóðsvöllinn

Á föstudag mætir KA í heimsókn á Sparisjóðsvöllinn í Sandgerði í 1. deild karla í knattspyrnu. Þetta er án efa mikilvægasti leikur sem Reynir hefur spilað í mörg ár og ljóst að róðurinn þyngist allverulega fyrir bæði lið ef ekki næst sigur.

Þar sem um mjög mikilvægan leik er að ræða þá mun Nesprýði sem er einn af stærstu styrktaraðilum Reynis bjóða öllum frítt á leikinn. Leikurinn hefst klukkan 18:30 og er vonast til að sem flestir láti sjá sig á vellinum.

Staðan í deildinni

 

 


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024