Nesarar gerðu það gott í Belgíu
29 íslenskir keppendur á Evrópuleikum Special Olympics
Íslendingar áttu 29 keppendur í Evrópuleikum Special Olympics sem fram fóru í Antwerpen í Belgíu fyrir skömmu. Íþróttafélagið NES frá Suðurnesjum átti sjö keppendur á leikunum auk þjálfara. Það voru þau: Ingibjörg Margeirsdóttir sem keppti í sundi, Ari Ægisson og Thelma Gunnlaugsdóttir sem kepptu í frjálsum íþróttum, Eðvarð Sigurjónsson sem keppti í boccia og Sigurður Guðmundsson, Ragnar Olafsson og Halldór Finnson sem kepptu í knattspyrnu. Þeim gekk öllum vel og komust flestir á verðlaunapall.
Special Olympics samtökin voru stofnuð af Kennedy fjölskyldunni árið 1968. Auk íþróttaviðburða starfa samtökin markvisst að því að efla og bæta lífsgæði fólks með þroskahömlun. Skráðir iðkendur eru nú um 4 milljónir. Íslendingar kepptu í boccia, badminton, borðtennis, frjálsum íþróttum, knattspyrnu og sundi.
Hópurinn allur samankominn.
Boccia hópur Íslands.
Ari Ægisson frá NES keppti í frjálsum. Hann hafnaði í 2. sæti í hástökki.
Sundgarparnir í hópnum.