Heklan
Heklan

Íþróttir

Nesarar á Evrópuleikum Special Olympics
Hópurinn sem fer til Belgíu. Mynd/ifsport
Mánudagur 8. september 2014 kl. 13:21

Nesarar á Evrópuleikum Special Olympics

Á morgun heldur 40 manna hópur fatlaðra íþróttamanna af stað áleiðis til Antwerpen í Belgíu þar sem Evrópuleikar Special Olympics munu fara fram. Ísland sendir 29 íþróttamenn á mótið sem keppa munu í sex íþróttagreinum. Íþróttafélagði NES á sjö einstaklinga í þessum hóp. Eins sem tveir lögreglumenn frá Lögreglunni á Suðurnesjum sem munum hlaupa með Special Olympics kyndilinn á undan leikunum, en þeir verða þar ásamt lögregluþjónum frá 15 öðrum Evrópuþjóðum. Frá þessu er greint á heimasíðu Íþróttasambands fatlaðra.

Íslendingar taka þátt í boccia, badminton, borðtennis, frjálsum íþróttum, knattspyrnu og sundi en þetta er í fyrsta skipti sem Ísland sendir keppanda í  badminton. Aðildarfélög ÍF sem eiga keppendur á leikunum eru  ÍFR og Ösp í Reykjavík, Nes Reykjanesbæ, Fjörður Hafnarfirði, Suðri Selfossi, Eik Akureyri, Óðinn Akureyri, Völsungur Húsavík, Ívar Vestfjörðum.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

58 þjóðir senda 2000 keppendur á leikana en keppt er í 10 greinum. Gert er ráð fyrir þúsund aðstandendum en aðstandendur koma m.a. frá Íslandi. 4000 sjálfboðaliðar aðstoða við leikana og gert er ráð fyrir að áhorfendur verði um 40.0000. 

VF jól 25
VF jól 25