Nesarar á Evrópuleikum Special Olympics
Á morgun heldur 40 manna hópur fatlaðra íþróttamanna af stað áleiðis til Antwerpen í Belgíu þar sem Evrópuleikar Special Olympics munu fara fram. Ísland sendir 29 íþróttamenn á mótið sem keppa munu í sex íþróttagreinum. Íþróttafélagði NES á sjö einstaklinga í þessum hóp. Eins sem tveir lögreglumenn frá Lögreglunni á Suðurnesjum sem munum hlaupa með Special Olympics kyndilinn á undan leikunum, en þeir verða þar ásamt lögregluþjónum frá 15 öðrum Evrópuþjóðum. Frá þessu er greint á heimasíðu Íþróttasambands fatlaðra.
Íslendingar taka þátt í boccia, badminton, borðtennis, frjálsum íþróttum, knattspyrnu og sundi en þetta er í fyrsta skipti sem Ísland sendir keppanda í badminton. Aðildarfélög ÍF sem eiga keppendur á leikunum eru ÍFR og Ösp í Reykjavík, Nes Reykjanesbæ, Fjörður Hafnarfirði, Suðri Selfossi, Eik Akureyri, Óðinn Akureyri, Völsungur Húsavík, Ívar Vestfjörðum.
58 þjóðir senda 2000 keppendur á leikana en keppt er í 10 greinum. Gert er ráð fyrir þúsund aðstandendum en aðstandendur koma m.a. frá Íslandi. 4000 sjálfboðaliðar aðstoða við leikana og gert er ráð fyrir að áhorfendur verði um 40.0000.