Nes sendi 39 keppendur í boccia til Ísafjarðar
Á dag, 11. október, verður Íslandsmótið í einstaklingskeppni í boccia sett á Ísafirði en keppnin sjálf stendur yfir dagana 12. og 13. október. Rúmlega 200 keppendur frá 14 aðildarfélögum Íþróttasambands fatlaðara munu taka þátt í mótinu og setja svip sinn á Ísafjarðarbæ um komandi helgi. Liðsmenn NES úr Reykjanesbæ tefla fram 39 keppendum á mótinu og verða með langfjölmennasta hópinn.
Venju samkvæmt ríkir mikil eftirvænting fyrir lokahófinu sem fram fer á laugardagskvöld í íþróttahúsi Bolungarvíkur. Hleypt verður inn frá kl. 18:30 og hefst kvöldverður kl. 19:00. Veislustjóri er Guðmundur Kristjánsson, betur þekktur sem Mugipapa. Dansleikurinn hefst kl. 21:00 og stendur til miðnættis en það er Bolvíkingurinn Benni Sig. ásamt hljómsveit sem mun halda uppi fjörinu.
Jafnan er mikil og góð keppni á Íslandsmótum ÍF í boccia og búist er við að svo verði áfram á Ísafirði þessa helgina og flestir hvattir til þess að líta við í íþróttahúsinu á Ísafirði.